Hrafnhildur synti inn í sögubækurnar

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir.

„Ég er gríðarlega ánægð og líður mjög vel. Þetta sýnir að það er allt hægt og við getum gert stóra hluti þó að við séum frá litlu landi.“

Þetta segir Hrafnhildur Lúthersdóttir í Morgunblaðinu í dag, en í gær synti hún fyrst íslenskra kvenna til úrslita á heimsmeistaramóti í 50 metra laug, í Kazan í Rússlandi.

Hrafnhildur endaði í sjötta sæti, sem var langt fyrir ofan væntingar hennar fyrir mótið. Hún viðurkenndi í samtali við íþróttablað Morgunblaðsins, að stressið hefði heldur betur sagt til sín fyrir úrslitasundið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert