Launaliðir í Straumsvík ræddir

Álboltar í Straumsvík.
Álboltar í Straumsvík. Ljósmynd/Alcan

Stuttum samningafundi verkalýðsfélaga starfsmanna í álverinu í Straumsvík og SA lauk hjá Ríkissáttasemjara um hádegisbilið í gær.

Að sögn Gylfa Ingvarssonar, talsmanns verkalýðsfélaganna, var lagt fram tilboð eða hugmyndir að lausn á málinu á fundinum og í kjölfarið var fundi slitið. SA-menn vildu taka sér tíma til að fara yfir það sem lagt var fram.

„Við lögðum fram hugmynd en svo var ákveðið að hittast aftur á morgun (í dag) til að fara yfir launaliði en önnur mál sett á ís á meðan,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert