Niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum

Mynd frá slysstað.
Mynd frá slysstað. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Rannsóknin er á lokastigi,“ segir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs og rekstrarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa um rannsókn nefndarinnar á flugslysi sem varð á Akureyri á frídegi verslunarmanna 5. ágúst 2013, fyrir sléttum tveimur árum.

Tveir þeirra þriggja sem voru um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem brotlenti við kvartmílubrautina í Hlíðarfjalli létu lífið. Þriðji maðurinn sem var í vélinni hlaut minniháttar meiðsl. 

Annar mannanna var úrskurðaður látinn á slysstað en hinn við komuna á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Fréttir mbi.is: Flugslys á Akureyri

„Drög að skýrslu verða svo lögð fyrir nefndina og frögin send aðilum máls til umsagnar. Að því umsagnarferli loknu verður lokaskýrsla gefin út opinberlega,“ segir Þorkell. „Þetta er bara þessi hefðbundni ferill.“ Hann segir einhverjir mánuðir þangað til að skýrslan verður gefin út, en á frekar von á að hún verði tilbúin á þessu ári.

„Ef við þurfum eitthvað meira af upplýsingum þá mun það tefja útgáfu skýrslunnar,“ segir hann. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fundar um málið á morgun. Þorkell segir fyrst og fremst um stöðufund að ræða. „Það gerist ekkert þar þó svo þetta verði aðeins rætt,“ segir Þorkell.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert