Varað við skriðuhættu

Unnið að viðgerð á veginum um Hvalnesskriður. Myndin er úr …
Unnið að viðgerð á veginum um Hvalnesskriður. Myndin er úr safni.

Nú er talsverður vöxtur í ám og lækjum meðfram austurströndinni. Búast má við áframhaldandi vatnavöxtum og mögulega skriðuhættu á svæðinu fram á miðvikudagskvöld, samkvæmt viðvörun á vef Veðurstofu Íslands.

Þar er jafnframt vakin athygli á hvössum vindstrengjum (meðalvindur 15-20 m/s, meira í hviðum) á sunnanverðu Snæfellsnesi og syðst á Vestfjarðakjálkanum. Vindur af þessum styrk getur verið varasamur fyrir farartæki sem taka á sig mikinn vind. Dregur úr vindi í kvöld og aðfaranótt fimmtudags á þessum slóðum.

Norðaustan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum á Snæfellsnesi og Vestfjarðakjálkanum. Rigning eða súld, en úrkomulítið á SV- og V-landi. Talsverð rigning A-lands fram yfir hádegi. Hiti 8 til 18 stig, um landið SV-vert.

Á fimmtudag:

Norðlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 vestast á landinu fyrir hádegi. Víða dálítil væta og hiti 8 til 12 stig, en þurrt SV-til og hiti að 17 stigum þar.

Á föstudag:
Norðvestan og vestan 3-10 m/s. Skýjað og dálítil rigning eða súld um landið N-vert, en bjart með köflum S-til og stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast SA-lands.

Á laugardag:
Austlæg átt 5-10 m/s, en 10-15 með S-ströndinni. Rigning landið S-vert, en þurrt fyrir norðan. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á N-landi.

Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða rigning, en úrkomulítið á V-landi. Hiti 8 til 15 stig.

Á mánudag:
Norðvestanátt með bjartviðri S-lands, en rigningu N-til fram eftir degi. Hiti frá 7 stigum nyrst, upp í 17 stig á SA-landi.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir sunnanátt með vætu S- og V-lands og hita 8 til 13 stig, en bjartviðri á N- og A-landi og hiti að 18 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert