Fyrri breiðþotan af tveimur komin

Í farþegaklefa Boeing 767-300 þotu.
Í farþegaklefa Boeing 767-300 þotu. Ljósmynd/Wikipedia

Breiðþota af gerðinni Boeing 767-300 bættist við í flugvélaflota Icelandair í gær, þegar hún lenti um hádegisbil á Keflavíkurflugvelli.

Er þetta sú fyrri af tveimur slíkum vélum sem Icelandair hyggur á að bæta við í flota sinn.

Vélin, sem er breiðþota og er því með tvo ganga milli þriggja sætaraða, getur tekið um 260 farþega og er því stærsta flugvél Icelandair. Hún er 15 ára gömul og var áður í notkun hjá rússneska flugfélaginu Nordwind Airlines.

Í umfjöllun um flugvél þessa og flota Icelandair í Morgunblaðinu í dag segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að vélin verði tekin í notkun næsta vor.

Boeing 767-300 þota í eigu Nordwind en af því flugfélagi …
Boeing 767-300 þota í eigu Nordwind en af því flugfélagi hefur Icelandair keypt eina slíka.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert