Bíður eftir berjunum

Logi Helgason, eigandi verslunarinnar Vínbersins á Laugavegi, ásamt starfsmanninum Kristínu …
Logi Helgason, eigandi verslunarinnar Vínbersins á Laugavegi, ásamt starfsmanninum Kristínu Rún Gunnarsdóttur. Myndin er tekin í fyrrasumar en þá var nóg af berjum til á sama tíma og engin eru nú. mbl.is/Styrmir Kári

Berjauppskera hefur verið bág víða um land það sem af er sumri. Mögulega verður kuldanum í vor og sumar kennt um, en óvíst er hvort uppskeran nær sér á strik fyrir sumarlok.

Að sögn Loga Helgasonar, eiganda verslunarinnar Vínbersins á Laugavegi, hafa engin ber borist enn sem komið er. Úr íslensku flórunni hefur búðin boðið upp á krækiber, bláber, aðalbláber og rifsber af og til.

„Ég á ekki von á því að þetta taki við sér fyrr en um 20. ágúst, kannski kemur ekki neitt, maður veit aldrei. Þetta var þó komið í fullan gang um þetta leyti í fyrra. Í ár er þetta um þremur vikum á eftir,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert