Björgun skipsbjöllu HMS Hood tókst

Skipsbjalla HMS Hood
Skipsbjalla HMS Hood Ljósmynd David Mearns/Blue Water Recoveries

Skipsbjalla breska herskipsins HMS Hood náðust upp í gær en hún lá í flaki skipsins á botni Grænlandssunds. Er þetta annað skiptið sem reynt er að ná skipsbjöllunni upp að sögn Egils Þorfinnssonar, sem situr í stjórn HMS Hood samtakanna í Bretlandi. Um sögulegan atburð er að ræða en á næsta ári eru 100 ár síðan smíði Hood hófst og 75 ár síðan skipið sökk.

Hood var smíðað 1916-1920 og var stærsta herskip Breta, 48 þúsund tonn og 262 metrar á lengd. Skipsbjallan var eitt helsta einkenni skipsins. Þýska herskipið Bismarck sökkti Hood 24. maí 1941 og fórust með því 1.415 manns en þrír komust af. Þeir komu til Reykjavíkur með bresku skipi seinni partinn sama dag.

Þetta var mikið áfall fyrir Breta og allur breski sjóherinn var gerður út til þess að ná fram hefndum enda var skipun Churchill forsætisráðherra að sökkva Bismarck. Bismarck sökk í hafið hinn 27. maí um 650 km fyrir vestan Brest í Frakklandi. Bismarck hafði verið aðeins 9 daga í þjónustu þýska hersins frá því skipið var tekið í notkun og þar til það sökk, segir í frásögn Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, sem var með um borð í snekkjunni Octopus, sem er í eigu milljarðamæringsins Pauls Allens, annars af stofnendum Microsoft, þegar reynt var að ná bjöllunni upp árið 2012.

Tókst á heppilegum tíma

Egill segir að þá hafi björgunin mistekist vegna þess að griparmurinn sem var í kafbátnum var einfaldlega ekki nægjanlega sterkur og eins vegna þess að veður versnaði skyndilega og því þurfti leiðangurinn að hætta við. 

„Á næsta ári verður þess minnst víða um heim að liðin eru 100 ár frá því smíðin á Hood hófst og að 75 ár séu liðin frá því skipið sökk,“ segir Egill í samtali við mbl.is.

Stefnt er að því að bjallan verði komin á safn breska sjóhersins í Portsmouth þegar afmælið gengur í garð á næsta ári.

Hood sökk um 500 km vestur af Reykjanesi og er flakið á tæplega 2.850 m dýpi. Það fannst 2001.

<blockquote class="twitter-tweet">

Bell from WWII battle-cruiser Hood recovered! Will be restored &amp; <a href="https://twitter.com/RoyalNavy">@RoyalNavy</a> to create memorial for 1,415 lost at sea <a href="https://t.co/r8cIJmvMW9">https://t.co/r8cIJmvMW9</a>

— Paul Allen (@PaulGAllen) <a href="https://twitter.com/PaulGAllen/status/630055122366672897">August 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Skipsbjallan var upphaflega á þilfari herskipsins. „Við sendum fjarstýrðan kafbát niður og fljótlega fannst bjallan, en hún var ofan á haug af miklu rusli úr skipinu og hvíldi undir stálþili, sem slútti yfir,“ segir í viðtali við Harald 2012. „Þetta gerði okkur erfitt að ná til hennar. Kafbáturinn hefur tvo vélarma, sem geta verið furðu fimir. Það tókst að koma járnkrók í gatið efst á bjöllunni, en þegar átakið kom á krókinn, þá réttist úr honum og bjallan slapp af og seig lengra niður í ruslið. Nú fór veður versnandi og varð því að hætta frekari köfun þegar vindur fór yfir 30 hnúta og sjór var orðinn nokkuð mikill. Við skildum því við bjölluna á botninum,“ sagði Haraldur í viðtali við Morgunblaðið 2012.

Paul Allen bauðst til að ná bjöllunni upp án endurgjalds

Að sögn Egils var ekki reynt aftur fyrr en nú að ná skipsbjöllunni upp. Það eru samtökin um Hood sem koma að björguninni og að sögn Egils hafa verið uppi skiptar skoðanir um hvort gefa ætti leyfi fyrir því að ná skipsbjöllunni upp en til þess þarf leyfi frá samtökunum sem og breskum stjórnvöldum enda um stríðsgröf að ræða.

„En meirihlutinn taldi heppilegra og betra að ná skipsbjöllunni upp til þess að minnast skipsins og fólk fengi þá einhverja tengingu og nálægð við skipið með því að skoða bjölluna og minnast látinna ættingja. Þannig að þeir sem voru á móti því að hrófla við því voru í miklum minnihluta,“ segir Egill.

Hann segir að Paul Allen hafi boðist til þess að ná skipsbjöllunni upp fyrir ekki neitt og leiðangursstjórinn nú heitir David Mearns, framkvæmdastjóri of Blue Water Recoveries, en hann fann einmitt flakið árið 2001.

Vefur Pauls Allens

Á stríðsminjasafni Gauja litla í Hvalfirði sé lítið horn tileinkað Hood sem Egill setti upp. Þar er meðal annars þriggja metra langt líkan af Hood en skipið var stærsta herskip síns tíma. Hood kom í tvígang í Hvalfjörð áður en skipið sökk.

<blockquote class="twitter-tweet">

The bell lifted from HMS Hood is history in itself. <a href="https://twitter.com/RoyalNavy">@RoyalNavy</a> had preserved it from earlier Hood (1891-1914) <a href="http://t.co/OZ8RgojQjG">pic.twitter.com/OZ8RgojQjG</a>

— Paul Allen (@PaulGAllen) <a href="https://twitter.com/PaulGAllen/status/630093625620205568">August 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
Skipsbjalla HMS Hood
Skipsbjalla HMS Hood Af Twitter síðu Pauls Allens
Skipsbjalla HMS Hood frá árinu 1930
Skipsbjalla HMS Hood frá árinu 1930 Ljósmynd Nixie Taverner /HMS Hood Association
HMS Hood sökk árið 1941
HMS Hood sökk árið 1941 Ljósmynd Nixie Taverner /HMS Hood Association
Aðeins þrír komust lífs af er HMS Hood var sökkt.
Aðeins þrír komust lífs af er HMS Hood var sökkt. Ljósmynd Nixie Taverner /HMS Hood Association
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert