Slæm staða í Straumsvík

mbl.is/Sigurður Bogi

Allir starfsmenn álversins í Straumsvík fengu í gær sent bréf frá forstjóra þar sem farið var yfir afstöðu fyrirtækisins gagnvart kjaraviðræðunum og rekstrarerfiðleikum fyrirtækisins lýst.

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi RioTinto á Íslandi, segir að bréfið hafi verið sent út til þess að upplýsa starfsmenn um afstöðu fyrirtækisins og það sé skynsamlegt að starfsmenn hafi eins miklar upplýsingar undir höndum og hægt sé.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður verkalýðsfélaganna í Straumsvík, að um áróður sé að ræða og að stjórnendur séu að láta slæmar ákvarðanatökur sínar koma niður á starfsmönnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert