Tilbúin að taka við Bjartri framtíð

Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir.
Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar og fyrrverandi stjórnarformaður flokksins, segist vera reiðubúin að taka við formennsku innan hans af Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni sé vilji fyrir því.

Þetta kom fram í máli hennar í útvarpsþættinum Vikulokum á Rás 1 í morgun. Guðmundur hefði fengið næg tækifæri til þess að sanna sig. Björt framtíð næði ekki inn manni á Alþingi samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR. Aðspurð sagðist hún vel treysta sér til að taka við flokknum. 

Komið hefur fram áður að Heiða Kristín væri ekki reiðubúin að taka sæti á Alþingi í stað Bjartrar Ólafsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, sem er á leið í fæðingarorlof. Hún sagðist hins vegar reiðubúin að endurskoða þá ákvörðun ef Guðmundur viki sem formaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert