Brussel árið um kring

AFP

Næsta vetur mun Icelandair fljúga þrisvar í viku milli Íslands og Brussel og er þetta í fyrsta skipti sem Icelandair heldur uppi áætlunarflugi til borgarinnar árið um kring. Þangað hefur verið flogið yfir sumartímann undanfarin sex ár. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Brussel hefur verið ein af þeim borgum sem aðeins er flogið til yfir aðalferðamannamannatímabilið og Íslendingar á leið þangað hafa því þurft að millilenda á leiðinni eða jafnvel taka lest frá París eða Amsterdam.

Á þessu verður breyting í ár því nýverið tilkynnti Icelandair að vélar félagsins muni fljúga til borgarinnar þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum, í allan vetur.

Samkvæmt athugun Túrista þá kosta ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, til Brussel í vetur 38.305 krónur.

„Hlutfall Íslendinga í fluginu til og frá Brussel er lágt, líkt og á flestum okkar leiðum. Íslendingar eru nú um 15% af heildarfarþegum okkar. Í þessum flugi eru Belgar á leið til Íslands áberandi og einnig Bandaríkjamenn á leið til Brussel með millilendingu í Keflavík,“  segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Túrista.

AFP
Belgíska konungsfjölskyldan
Belgíska konungsfjölskyldan AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert