Meira af makríl á suðursvæði

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var væntanlegt til Reykjavíkur úr makrílleiðangri í gærkvöldi, en jafnframt var leiðangurinn notaður til hvalatalningar, sem einnig er að ljúka.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins var talsvert af makríl fyrir sunnan land og austan og meira af makríl suður af landinu en síðustu ár. Vegna gengdar makríls var rannsóknatími lengdur á suðursvæðinu í upphafi leiðangurs Árna Friðrikssonar.

Bæði þessi verkefni, makrílrannsóknir og hvalatalning, eru unnin í samvinnu við aðrar þjóðir. Fyrstu niðurstöður ættu að liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert