Nýr upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar

Unnsteinn Jóhannsson.
Unnsteinn Jóhannsson.

Unnsteinn Jóhannsson hefur  verið ráðinn upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar frá og með næstu mánaðamótum. Hann mun jafnframt gegna stöðu sem aðstoðarmaður formanns flokksins.

Fram kemur í tilkynningu frá Bjatri framtíð, að Unnsteinn sé menntaður KaosPilot og stundaði nám sitt í Hollandi og Danmörku. Hann hefur verið virkur þátttakandi í ýmsum frjálsum félagasamtökum, þar á meðal Kaffibarþjónafélaginu, Skátunum og Samtökunum 78.

Unnsteinn hefur unnið sem verkefnastjóri fyrir Skátahreyfinguna og lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Landssambands æskulýðsfélaga.  Unnsteinn sat í 12. sæti Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Er hann varamaður í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar og situr í starfshópi um málefni hinsegin fólks í Velferðaráðuneytinu fyrir hönd Bjartrar framtíðar.

Árni Múli Jónasson, sem gegnt hefur starfi aðstoðarmanns formanns BF, tekur við starfi framkvæmdastjóra Þroskahjálpar um næstu mánaðarmót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert