Kæra fasteignamat tveggja vindmyllna

Vindmillurnar við Búrfell.
Vindmillurnar við Búrfell. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að kæra ákvörðun Þjóðskrár um fasteignamat vindmyllna er standa við Búrfell. Um er að ræða tvær tilraunavindmyllur.

Byggingarkostnaðurinn við hvora var um 200 milljónir en fasteignamatið hljóðar upp á 30 milljónir. Málið er talið fordæmisgefandi fyrir aðrar vindmyllur sem kunna að verða reistar á Íslandi.

„Málið er að vindmyllur eru ný mannvirki á Íslandi og það kostar eins og í þessu tilfelli 200 milljónir að setja upp svona myllu. Landsvirkjun metur það þannig að fasteignamatsvirðið sé 30 milljón krónur. Fasteignamatið tekur þann rökstuðning góðan og gildan, það gæti svo verið að það sé alveg eðlilegt. Við viljum einfaldlega láta reyna á það hvort að þetta sé rétt niðurstaða,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert