Segir gagnrýnina eiga rétt á sér

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. mbl.is/Ómar

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Rússum. Sú skoðun hafi ekki breyst. Hún kallar hins vegar eftir nákvæmari útskýringum á því hvaða forsendur eigi að liggja fyrir til þess að þvingununum verði aflétt.

„Mér finnst það ekki nógu skýrt. Þetta voru auðvitað ákveðin viðbrögð við innlimun Krímskagans og síðan áframhaldandi ófriði á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hver er krafan? Mér finnst hún ekki koma nægilega skýrt fram,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Hún segist einnig skilja þá gagnrýni sem komið hefur fram um skort á samráði stjórnvalda við sjávarútvegsfyrirtæki vegna viðskiptaþvingananna gagnvart Rússum. Sú gagnrýni eigi rétt á sér.

„Mér finnst mikilvægt þegar við grípum til svona alþjóðaaðgerða, alveg óháð því hvaða aðgerðir það eru, að haft sé samráð við stóra hagsmunaaðila, bara til þess að upplýsa þá. Ég er ekki þeirrar skoðunar að hagsmunaaðilar eigi að skipta sér af utanríkismálastefnu landsins, en mér finnst mjög mikilvægt að skoða öll áhrifin.”

Hún segir ekki koma til greina að Ísland hætti stuðningi sínum við refsiaðgerðirnar. Þó þurfi auðvitað að skoða afleiðingarnar. „Það þarf að taka upplýstar ákvarðanir um allt og það vantar svolítið. Það vantar einnig betri upplýsingagjöf og meiri samvinnu við þá sem munu finna hvað mest fyrir þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert