Hnúfubakurinn er fundinn

Sjá má djúp og ljót sár við sporðinn.
Sjá má djúp og ljót sár við sporðinn. Ljósmynd/Guðlaugur Ottesen

Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík, dýralæknir frá MATS og landhelgisgæslan héldu í dag áfram leitinni að hnúfubak sem flæktur er í veiðafæri. Með í för er sérfræðingateymi frá Alþjóðahvalveiðiráðinu. Fannst hnúfubakurinn nú um hádegi. 

Fyrr í þessari viku fóru nokkrir bátar á vegum Landhelgisgæslunnar og hvalaskoðunarfyrirtækjanna Special Tours og Whale Safari í leiðangur, en markmiðið var að losa hvalinn flækta. Erfiðlega gekk hins vegar að nálgast dýrið og náðu menn því einungis að skera örlítinn hluta veiðarfæranna og er hvalurinn því enn illa flæktur. 

„Við erum með fjóra erlenda aðila meðal annars British divers sem sérhæfa sig í björgun dýra. Þeir eru með mjúkbotna slöngubát og munu reyna að komast að dýrinu og skera af því veiðarfærin. Við erum að fylgjast með hegðun dýrsins núna,“ segir María Björk Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum. 

Sjá frétt mbl.is: Hvalurinn með djúp sár og illa flæktur

Hér má sjá myndband frá fyrri tilraun til þess að losa dýrið:

Mynd/Guðlaugur Ottesen
Sérfræðingar skipuleggja leitina að hnúfubaknum.
Sérfræðingar skipuleggja leitina að hnúfubaknum. Mynd/Hvalaskoðunarsamtök Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert