Arngrímur útskrifaður af gjörgæslu

Arngrímur Jóhannsson, flugmaður.
Arngrímur Jóhannsson, flugmaður. Ómar Óskarsson

Arngrímur Jóhannsson, flugmaður og fyrrverandi forstjóri flugfélagsins Atlanta, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann var fluttur þangað eftir flugslys í Barkárdal í Hörgársveit á sunnudaginn fyrir rúmlega viku síðan.

Hlaut hann meðal annars alvarleg brunasár víða um líkamann og hefur hann farið í aðgerð vegna sáranna. 

Vél­in brot­lenti á fjall­inu Gíslahnúk í Bar­kár­dal og lést einn maður í slys­inu. Flug­vél­in var flutt í burtu á mánu­dag­inn til Reykja­vík­ur og er nú til rann­sókn­ar hjá Rann­sókn­ar­nefnd flug­slysa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert