Fundað stíft næstu daga

mbl.is

Viðræður hefjast á næstunni á milli Íslands og Evrópusambandsins vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjölfar þess að Rússar ákváðu að bæta Íslendingum á lista sinn yfir þær þjóðir sem sæta viðskiptaþvingunum. Þá er stefnt að stífum fundahöldum næstu daga í samráðshópi stjórnvalda og hagsmuna aðila sjávarútvegi.

Viðskiptaþvinganir rússneskra stjórnvalda eru viðbrögð við viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússlandi í kjölfar innlimunar Rússa á Krímsskaga og afskipta þeirra af átökum aðskilnaðarsinna og hers Úkraínu í austurhluta landsins.

Ekki liggur nákvæm tímasetning fyrir hvað fyrirhugaðar viðræður Íslands og Evrópusambandsins varðar en gert er ráð fyrir að það skýrist innan skamms að sögn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Íslensk stjórnvöld hafa farið þess á leit við sambandið að það lækki tolla sína á innflutning frá Íslandi til þess að draga úr afleiðingum aðgerða Rússa á útflutningshagsmuni landsins í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa stutt viðskiptaþvinganir þess gegn Rússlandi.

Gunnar ræddi við Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, á föstudaginn og hafa embættismenn Íslands og sambandsins verið í samskiptum síðan vegna fyrirhugaðra viðræðna. Fyrsti samráðsfundur stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi vegna viðskiptaþvingana Rússa hefst í dag klukkan tvö og er stefnt að því að fundað verði stíft næstu daga samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert