Þvinganir höfðu engin áhrif

Smygluðum matvælum eytt í Rússlandi nýverið.
Smygluðum matvælum eytt í Rússlandi nýverið. mbl.is/afp

Ekki er vitað til þess að útflutningur frá Íslandi til Rússlands hafi stöðvast í kjölfar þess að fyrir rúmu ári hafi Ísland tekið upp viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi.

Þetta segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, og telur ekki að bannið hafi haft áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Það hafa engar vörur héðan lent í vandræðum fyrr en núna,“ segir Jón og vísar þá til viðskiptabanns Rússlands á íslenskum matvælum sem tók gildi í síðustu viku. Hann segist telja að sama eigi við um innflutning frá Rússlandi hingað.

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Frederica Mogherini, hefur samþykkt að hefja viðræður við íslensk stjórnvöld vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin hérlendis vegna viðskiptaþvingana Rússlands. Þetta staðfestir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í umfjöllun um refsiaðgerðir Rússa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert