Mikilvægt að ræða málin

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Staðan er auðvitað erfið og grafalvarleg. Fyrir vikið skiptir miklu að rætt sé saman á þessum grunni sem ætlunin er greinilega að gera og það er auðvitað af því góða. Þá safnast allar upplýsingar á einn stað og auðveldara verður að vinna úr hlutunum.“

Þetta segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við mbl.is en hann sótti í dag fund samráðsvettvangs stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi vegna viðskiptabanns Rússa á Íslandi ásamt fulltrúa fiskeldisstöðva og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fundurinn hafi verið gagnlegur og upplýsandi.

„Við vonum bara að það verði hægt að vinna úr þessu á einhvern hátt,“ segir Örn. Ætlunin sé greinilega að leggjast á eitt í þeim efnum. „Maður skynjaði alls ekkert annað á þessum fundi og vonandi að það gangi eftir.“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert