Segjast ekki hafa brotið íslensk lög

Þessi mynd er meðal þeirra sem mennirnir hafa birt frá …
Þessi mynd er meðal þeirra sem mennirnir hafa birt frá ferðinni um Ísland. Eins og sjá má eru mennirnir á ferð utanvega. Ljósmynd/www.operation-ragnarok.co.uk

Skosku hermennirnir tveir, Matt­hew McHugh og Rhys Row­lands, segjast ekki hafa brotið íslensk lög á ferðum sínum um landið. Þetta kemur fram í færslu á vefsíðu vegna ferða þeirra. Síðan liggur þó niðri sem stendur eða hefur verið lokað. 

Þar segja þeir að allar gjörðir þeirra hér á landi verði áfram löglegar og þess til fallnar að sýna fallega landinu virðingu. Þá segja þeir einnig að þeir hafi aðeins ekið á merktum vegum sem finna megi á íslenskum vegakortum.

Frétt mbl.is: Kanna utanvegaakstur hermanna

Lögreglan á Norðausturlandi er með málið til rannsóknar. Margir hafa skilið eftir skilaboð á vefsíðu mannanna, fordæmt gjörðir þeirra, hvatt þá til að láta af utanvegaakstri og gefa sig fram.

Laumuðust í gegnum svæðið

Þann 13. ágúst sl. settu mennirnir inn færslu á síðuna þar sem þeir greina frá ferðum sínum síðustu fimm daga. Þar segjast þeir hafa lent í ýmsum ævintýrum og  þar á meðal synt í náttúrulaug sem hituð er upp af heitu hrauni, Holuhrauni.

Mennirnir segjast ekki hafa séð hraunið renna áður en gosinu lauk en „þeim hafi þó tekist að laumast í gegnum tólf kílómetra langt svæði í hrauninu til að sjá einn af nýjustu farvegum hraunsins.“

Skildu eftir sig slóða

Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að mennirnir hafi skilið eftir sig slóða við jaðar Holuhrauns. Haft er eftir Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur hálendisfulltrúa að landverðir hafi ekki orðið varir við mennina og telur hún ólíklegt að þeir hafi ekið á sjálfu hrauninu þar sem það er úfið.

Slóðarnir eftir mennina voru aftur á móti að jarðri hraunsins, utan vega. Hraunið er friðlýst og þar er aðeins heimilt að fara um eftir merktum gönguleiðum.

Uppfært kl. 14.45

Síða mannanna lá aðeins niðri um tíma og er aðgengileg á ný. 

Skjáskot af færslu sem sett var síðu mannanna.
Skjáskot af færslu sem sett var síðu mannanna. Skjáskot/www.operation-ragnarok.co.uk/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert