„Við erum ekki verri en strákar“

Stelpurnar í 5. flokki kvenna í FH fögnuðu sigri á ...
Stelpurnar í 5. flokki kvenna í FH fögnuðu sigri á Símamótinu á dögunum. mbl.is/Styrmir Kári

„Okkur finnst svo leiðinlegt að öll athyglin fer á strákana í boltanum og engin á okkur svo okkur langaði að búa til myndband og sýna hvernig okkur líður,“ segir Andrea Marý Sigurjónsdóttir, en hún og liðsfélagar hennar í 5. flokki kvenna í FH birtu í dag myndband þar sem þær vekja athygli á kynjamisrétti í knattspyrnu. 

Stelpurnar fóru saman á kvennaleik hjá FH á miðvikudag og tóku eftir því hversu fáir mættu á leikinn. „Það mætti varla einn fjórði þeirra sem mæta á karlaleiki,“ segir Andrea og bætir við að þær hafi í kjölfarið ákveðið að nú væri kominn tími til að gera eitthvað í málunum.

„Af hverju fá strákar mikið stærri bikara en stelpur?“

Andrea ásamt tveimur öðrum úr liðinu byrjuðu að gera prufumyndband í gær, og fengu þær svo restina af liðinu til að taka þátt með sér. Í myndbandinu setja þær spurningamerki við ýmislegt sem betur má fara til að jafnrétti kynjanna verði náð í íþróttinni.

„Af hverju fá strákar mikið stærri bikara en stelpur? Af hverju mæta miklu fleiri á strákaleiki en stelpuleiki? Af hverju eru strákaleikir sýndir í sjónvarpinu en ekki stelpuleikir? Af hverju eru strákar oftast krýndir íþróttamenn ársins en ekki stelpur? Af hverju fá strákar betri laun en stelpur í boltanum? Af hverju fá strákar meiri athygli en við?“ spyrja stelpurnar meðal annars í myndbandinu, og segjast ekki gefa strákunum neitt eftir. „Við erum ekkert verri en strákar í boltanum.“

„Búið að ákveða að strákarnir séu betri en við“

Stelpurnar benda á knattspyrnuþáttinn Pepsi-mörkin, þar sem aðeins er fjallað um karlkyns leikmenn, en engar konur. „Það er eins og það sé verið að segja við okkur að við séum ekki jafn góðar og strákarnir,“ segir Andrea og bætir við að þær fái að æfa með strákunum ef þær eru góðar, en strákarnir séu ekki látnir æfa með þeim.

Arna Sigurðardóttir, sem einnig er í liðinu, segist vera orðin þreytt á þessu kynjamisrétti. „Það er oft búið að ákveða að strákarnir séu betri en við, eins og þetta sé bara íþrótt fyrir þá. Það er líka búið að ákveða að stelpur geti ekki verið jafn góðar og strákar þó þær geti það alveg.“

Ætla sér í atvinnumennsku

Ljóst er að stelpurnar eru mjög metnaðarfullar í boltanum, en þær eru á leið að keppa þegar blaðamaður nær tali af þeim. Þær segjast hafa æft fimm sinnum í viku í sumar, og ætli sér að komast í atvinnumennsku þegar þær verði eldri. Liðið þeirra fagnaði sigri í 5. flokki kvenna á Símamótinu á dögunum og eru þær hvergi nærri hættar.

„Við ætlum að reyna að vekja athygli á þessu núna og segja frá því hvernig þetta er. Vonandi vekur það athygli,“ segir Andrea að lokum. 

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið, en auk Andreu og Örnu eru þær Elísa Lana, Eydís Arna, Svanhildur Ylfa, Lára, Þórdís Ösp, Urður Vala og Tinna Sól í liðinu.

Dætur mínar tvær og liðið sem þær spila með í 5fl kvk FH ákváðu að búa til myndband.Hugmyndin var algerlega þeirra og þær fengu litla bróður sinn með í liðÞær spila fótbolta og þær elska það. Vonandi fá þær einhvern daginn svör við þessum spurningum:) #áframSTELPUR

Posted by Ebba Særún Brynjarsdóttir on Friday, August 21, 2015
ljósmynd/Ebba Særún
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...