Leikarar íhuga uppsagnir

Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu.
Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Félag íslenskra leikara ræðir við þjóðleikhússtjóra um lausn á kjaramálum leikara við Þjóðleikhúsið.

Formaður félagsins segir að leikararnir láti ekki bjóða sér það að vera með 20% lægri laun en leikarar við Borgarleikhúsið. Þeir séu að íhuga að segja upp störfum.

Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að ekki hafi fengist umræða um sérstöðu starfa leikarans og stöðu leikara við Þjóðleikhúsið í viðræðum við samninganefnd ríkisins um nýjan kjarasamning. Félagið er í BHM og fór í samflot félaga BHM í viðræðum við ríkið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert