Á 90 km hraða á reiðhjólinu

Orkuboltinn Ómar Ragnarsson fór á dögunum lengstu vegalengd sem rafhjól hefur farið hér á landi án þess að skipta út rafgeymum þegar hann ferðaðist 430 km á um 42 klukkustundum. Hraðast fór hann á 90 km/h en hann sér fyrir sér að farartæki framtíðarinnar skipti rafgeymum út líkt og nú er gert með gaskúta.

mbl.is ræddi við Ómar um hjólið, ferðalagið og orkunotkun en hann segir Íslendinga hafa alla burði til að vera í fararbroddi í orkuskiptum sem hann segir óumflýjanleg á þessari öld.  

Sjá fyrri frétt mbl.is: Frá Akureyri til Reykjavíkur á 115 krónum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert