Kanna hvort líkið sé af Frakka

Líkið fannst í Sauðdrápsgili í Laxárdal í Nesjum í síðustu ...
Líkið fannst í Sauðdrápsgili í Laxárdal í Nesjum í síðustu viku. mbl.is

Lögreglan á Suðurlandi og kennslanefnd ríkislögreglustjóra kanna meðal annars hvort líkið sem fannst í Sauðdrápsgili í Laxárdal í Nesjum í síðustu viku sé af tvítugum Frakka sem kom hingað til lands í október á síðasta ári og skilaði sér ekki aftur til Frakklands. Flaug hann til Hafnar í Hornafirði og hefur ekki spurst til hans eftir það.

Samkvæmt heimildum mbl.is fór aldrei fram formleg leit að manninum en þó var svipast um eftir honum eftir að lögregluyfirvöld í Frakklandi höfðu samband við lögreglu á Íslandi vegna málsins. Leiðin frá Höfn í Hornafirði að Sauðdrápsgili er hátt í fimmtán kílómetrar en svæðið má sjá á korti sem fylgir fréttinni.

Sendu tannlæknaskýrslur

Líkt og áður hefur komið fram gekk göngufólk fram á líkið miðvikudaginn 19. ágúst. Um er að ræða lík af ungum karlmanni, um það bil 186 sentímetrar á hæð, með axlasítt hár klætt í svarta strigaskó með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu með áletruninni „QUICKSILVER“.  

Frétt mbl.is: Hafa ekki borið kennsl á líkið

Enn hafa ekki verið borin kennsl á líkið og bíður lögregla á Suðurlandi eftir niðurstöðum rannsóknar kennslanefndar. Nefndin hefur meðal annars sent upplýsingar til erlendra lögregluyfirvalda og er beðið eftir niðurstöðum þaðan. Meðal þeirra upplýsinga sem sendar hafa verið eru tannlæknaskýrslur nefndarinnar.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að kennslanefndin vinni með frönskum lögregluyfirvöldum vegna málsins sem og rannsóknarstofu í Svíþjóð sem framkvæmir m.a. DNA-greiningar fyrir sænsku kennslanefndina. Nokkurn tíma getur tekið að fá staðfest auðkenni þannig að unnt sé að bera kennsl á hinn látna

Benda á vini og ættingja vegna málsins

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segir í samtali við mbl.is að að fjöldi ábendinga hafi borist vegna málsins. Meðal annars er um að ræða ábendingar frá fólki sem telur hugsanlegt að um ákveðinn einstakling að ræða, ættingja eða vin sem ekki hefur spurst til í nokkurn tíma.

Sveinn Kristján tekur þó fram að yfirleitt hafi lögregla haft upp á umræddum einstaklingum eftir stutta leit. Hann staðfestir að ábendingin um Frakkann sé meðal þeirra sem borist hafa vegna málsins og hafi ekki verið útilokað að um unga manninn sé að ræða.

Þá er heldur ekki búið að útiloka að um Íslending sé að ræða. „Nei, það er svo sem ekki búið að útiloka það. Við vitum ekkert hver þetta er, ekki ennþá allavega, þannig að við getum ekki útilokað það. Þetta getur verið einhver sem á engan að og öllum er sama um ,“ segir Sveinn Kristján. Um ungan mann er að ræða en kennslanefndin hefur ekki geta áætlað aldur hans nákvæmlega.

Ekki náðist í fulltrúa kennslanefndar við vinnslu fréttarinnar.

Fréttir mbl.is um málið: 

Vinna með lögreglu erlendis vegna líkfundarins

„Fólk er með allskonar hugmyndir“

Líkfundur í Laxárdal í Nesjum

Lögreglan á Suðurlandi og kennslanefnd ríkislögreglustjóra kanna meðal annars hvort ...
Lögreglan á Suðurlandi og kennslanefnd ríkislögreglustjóra kanna meðal annars hvort líkið sé af tvítugum Frakka. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Arin kubbar ódýrt
Arinkubbar til sölu, þeir loga í 2-3 tíma 20 stk. 5 þúsund kr. Uppl. 8691204....
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...