Söfnuðu tæpum 80 milljónum

Frá Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag.
Frá Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Alls söfnuðust 79.452.484 krónur í áheit hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Þrír hlauparar söfnuðu yfir milljón krónum hver en alls söfnuðu um 4.100 manns áheitum fyrir 173 mismunandi góðgerðafélög. Að því er fram kemur á vef Hlaupastyrks. 

Árið 2014 var slegið met í áheitasöfnun þegar söfnuðust 85.634.595 krónur en fyrra metið var slegið árinu áður og söfnuðust þá 72.549.948 krónur.

Fanný Kristín Heimisdóttir safnaði mestu eða 1270 þúsund krónum. Fanný hljóp til styrktar Birtu sem eru landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni í skyndilegum dauðdaga. Sonur Fannýjar framdi sjálfsvíg eftir glímu við þunglyndi, kvíða og fælni ásamt neyslu fíkniefna. 

Steingrímur Sævarr Ólafsson safnaði 1.188 þúsund krónum til styrktar Vináttu en það er sjóður sem styður fjárhagslega við bakið á Kristjönu Sif Bjarnadóttur, eiginkonu Steingríms, og fjölskyldu hennar vegna ólæknandi veikinda hennar.

Kjartan Þór Kjartansson safnaði 1.163 þúsund krónum til styrktar Grensás. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að safna fyrir Grensás er sú að frændi hans,Daníel Freyr Gylfason, liggur á Grensásdeildinni eftir heilablóðtappa og er tímabundið lamaður vinstra megin.

Hann féll fyrir eigin hendi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert