32 sótt um vernd í þessum mánuði

Hæl­is­leit­endur eru jafn­an í leit að betra lífi.
Hæl­is­leit­endur eru jafn­an í leit að betra lífi. mbl.is/Rax

Síðastliðið ár hafa 220 manns sótt um hæli á Íslandi frá 39 ólíkum þjóðernum. Langflestir sem hingað hafa leitað eru frá Albaníu en á eftir kemur fólk frá Makedóníu, Sýrlandi, Úkraínu og Írak. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Rauða krossins sem birtist í gær, en þá var eitt ár frá því Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur.

„Rauði krossinn hefur kappkostað við að tryggja að málsmeðferð fari mannúðlega fram, samkvæmt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í færslunni, en þegar hún var skrifuð höfðu 12 einstaklingar fengið alþjóðlega vernd á Íslandi.

Nú í ágústmánuði hafa 32 einstaklingar sótt um vernd en aldrei áður hafa umsækjendurnir verið jafn margir í einum mánuði, sem er þó ekki liðinn.

„Fólk getur því rétt ímyndað sér að skjólstæðingar Rauða krossins meðal hælisleitenda skipta tugum á hverjum gefnum tíma. Mikilvægt er að hlúa vel að því fólki sem kemur hingað úr mjög erfiðum og andlega krefjandi aðstæðum,“ segir í færslunni og er fólk hvatt til að leggja Rauða krossinum lið með því að taka þátt í félagslegum verkefnum með hælisleitendum. 

14 sóttu um hæli á einum degi

Eins og Morgunblaðið greindi frá hafa óvenju margir sótt um hæli sem flóttamenn hér á landi undanfarna daga og vikur. Mánudagurinn var sérstaklega stór dagur, þá sóttu um 14 um hæli og um tveir tugir alls frá því á föstudag. Umsóknirnar á mánudag eru nærri því sá fjöldi sem sækir um hæli í meðalmánuði.

Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, staðgengils forstjóra hjá Útlendingastofnun, liggja nákvæmar tölur um fjölda umsókna ekki fyrir hjá stofnuninni en ljóst er þó að um mikla aukningu er að ræða miðað við síðustu mánuði. 

Fjölgun umsókna síðla sumars og á haustin er í samræmi við þróunina síðustu ár og í samræmi við reynslu nágrannaríkja. Margir flóttamenn fara yfir Miðjarðarhafið á sumrin og leita að hæli víða í álfunni.

Sjá einnig: Straumur hælisleitenda til landsins

Í dag er eitt ár frá því að Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur. Á þessu eina ári hafa 220...

Posted by Rauði krossinn on Tuesday, August 25, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert