Norðurál undirbýr frekari stækkun með straumhækkun

Hægt er að auka framleiðsluna með hækkun á straumi.
Hægt er að auka framleiðsluna með hækkun á straumi. mbl.is/Brynjar Gauti

Norðurál undirbýr aukningu framleiðslu í álverinu á Grundartanga með frekari straumhækkun.

Umhverfisstofnun hefur gert tillögu að nýju starfsleyfi sem gerir ráð fyrir að framleiðslan geti orðið allt að 350 þúsund tonn á ári, en hún var rétt tæp 300 þúsund á síðasta ári. Jafnframt vinnur Hvalfjarðarsveit að breytingu á skipulagi.

„Við erum að reyna að auka hagkvæmni rekstursins á Grundartanga og auka samkeppnishæfni hans til lengri tíma,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, í Morgunblaðinu í dag um ástæður þess að sótt var um leyfi til stækkunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert