Straumur hælisleitenda til landsins

Hælisleitenda eru jafnan í leit að betra lífi.
Hælisleitenda eru jafnan í leit að betra lífi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Óvenju margir hafa sótt um hæli sem flóttamenn hér á landi undanfarna daga og vikur.

Mánudagurinn var sérstaklega stór dagur, þá sóttu um 14 um hæli og um tveir tugir alls frá því á föstudag. Umsóknirnar á mánudag eru nærri því sá fjöldi sem sækir um hæli í meðalmánuði.

Starfsmenn Útlendingastofnunar voru í gær að skrá og vinna úr umsóknum. Ekki hafði unnist tími til að greina hvaðan fólkið hefði komið eða hverjar aðstæður þess væru, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert