Hætt að rigna fyrir austan

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður Sigurður Bogi

Það hefur stytt upp á Egilsstöðum og nágrenni en gríðarleg úrkoma var á þessum slóðum í gær, að sögn lögreglu.

Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð á Seyðisfirði í gær fyrir ferðamenn vegna úrhellisrigningar í bænum. Guðjón Sigurðsson, formaður Rauða krossdeildarinnar á Seyðisfirði gistu 14-15 ferðamann í miðstöðinni í nótt en þeir eiga pantað far með Norrænu frá landinu í dag. Von er á Norrænu á milli átta og hálf níu og segir Guðjón að í kjölfarið verði miðstöðinni lokað enda hefur stytt upp á Seyðisfirði og veðrið batnað.

Að sögn lögreglu hefur ekki frést af neinum óhöppum í nótt vegna úrkomunnar en varað er við vatnavöxtum í ám. 

Rok og rigning

Opna fjöldahjálparstöð á Seyðisfirði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert