Í haldi grunaður um smygl á fólki

Karlmaður frá Serbíu situr í gæsluvarðhaldi hér á landi grunaður um smygl á fólki. Lögreglan á Suðurnesjum er með málið til rannsóknar en maðurinn kom hingað til lands um helgina ásamt unglingi sem hann sagði vera son sinn.

Svo reyndist þó ekki vera og hefur ekki tekist að fá skyldleikann staðfestan. Maðurinn var yfirheyrður í gær og er nú beðið eftir gögnum frá heimalandi hans sem gætu varpað ljósi á málið. Drengurinn er í umsjón félagsmálayfirvalda.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við mbl.is en greint var frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert