Ítarlegri lög um vátryggingafélög

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Ernir

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst frumvarp að nýjum og ítarlegri lögum um vátryggingastarfsemi til umsagnar. Með því eru innleiddar Evróputilskipanir sem eiga að samræma lagaumhverfi vátryggingafélaga á evrópska efnahagssvæðinu, tryggja fjárhagslegan stöðugleika og bæta neytendavernd.

Nefnd á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis sem skipuð var í október 2010 hefur unnið að gerð frumvarps til nýrra laga um vátryggingastarfsemi sem liggur nú fyrir í drögum og óskað er umsagna um. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á nk. haustþingi og miðast gildistaka þess við 1. janúar 2016. 

Helstu ástæður þess að ráðist var í gerð tilskipunarinnar voru að reglur um vátryggingastarfsemi samkvæmt Solvency I, fyrri tilskipunar ESB, sem gildandi lög hér á landi eru byggð á voru ekki taldar nógu áhættumiðaðar og þar með ekki jafn auðvelt að meta áhættur vátryggingafélaga. Einnig skorti ákvæði til þess að unnt væri að meta snemmbúin merki um hættu í rekstri félaganna. Reglurnar voru heldur ekki taldar leggja næga áherslu á gæði stjórnarhátta vátryggingafélaga.

Ákvæði frumvarpsins varðandi fjárhagsgrundvöll og stjórnarhætti vátryggingafélaga eru því mun ítarlegri en gildandi lög og allar reglur útfærðar ítarlegar en í gildandi lögum.

Nánar um frumvarpið á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert