Lækka verður vaxtakostnað

Íbúðaleigumarkaðurinn í ógöngum að mati forstjóra Regins
Íbúðaleigumarkaðurinn í ógöngum að mati forstjóra Regins mbl.is/Kristinn

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, segir að vaxtastig og fjármagnskostnaður sem því fylgi valdi því að ekki séu forsendur fyrir því að byggja upp íbúðaleigumarkað á Íslandi.

„Íbúðaleigumarkaður er allt annars eðlis en sá markaður sem við erum starfandi á og hann er ekki líklegur til að skila mikilli arðsemi eins og staðan er, jafnvel þó að kvartað sé undan háu leiguverði,“ segir Helgi í opnuviðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Hann telur að leigufélög verði að hafa aðgengi að lánsfé sem beri um 3% raunvexti og að það muni ekki gerast án samstillts átaks stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og lífeyriskerfisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert