Lausna leitað vegna uppsagna

mbl.is/ÞÖK

Þriðjungur þeirra geislafræðinga sem starfa á Landspítalanum mun láta af störfum eftir tæpa viku, dragi þeir ekki uppsagnir sínar til baka.

Þetta myndi hafa gríðarleg áhrif á starfsemina, m.a. þau að bið eftir skipulögðum aðgerðum myndi lengjast. Stjórnendur Landspítalans leita nú lausna, sem felast einkum í bættum starfsaðstæðum. Formaður Félags geislafræðinga segir að um sé að ræða vanefndir á samningi frá 2013.

Uppsagnir 20 af þeim 60 geislafræðingum sem starfa á sjúkrahúsinu munu taka gildi 1. september. Störfin hafa verið auglýst og ráðið í einhver þeirra, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert