Metfjöldi lærir sjálfbær orkuvísindi

Háskólinn í ReYfir 90% nemenda Íslenska orkuháskólans koma erlendis frá.
Háskólinn í ReYfir 90% nemenda Íslenska orkuháskólans koma erlendis frá. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aldrei hafa fleiri nemendur stundað meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum og orkuverkfræði við Íslenska orkuháskólann í Háskólanum í Reykjavík, eða fimmtíu nemendur. Enn fremur hafa 240 nemendur sótt styttri námskeið um endurnýjanlega orku við háskólann í sumar.

Yfir 90% nemenda Íslenska orkuháskólans koma erlendis frá. Flestir koma frá Bandaríkjunum en annars koma nemendur frá öllum heimshornum, m.a. frá Keníu, Brasilíu og Þýskalandi.

Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að markmið orkuháskólans sé að mennta sérfræðinga framtíðarinnar á sviði endurnýjanlegrar orku. Auk Háskólans í Reykjavík standa Orkuveita Reykjavíkur og Íslenskar orkurannsóknir að náminu.

Aðrir samstarfsaðilar eru Landsvirkjun, Arctic Circle, íslenskar verkfræðistofur, rannsóknastofnanir og ýmis samtök í geiranum. Rík áhersla er einnig lögð á erlent samstarf, meðal annars með samvinnu við Harvard og Tufts háskóla í Bandaríkjunum og Tinajin háskóla í Kína. Framkvæmdastjóri námsins er Halla Hrund Logadóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert