Sóttu veika göngukonu

Þyrla Landhelgisgæslunar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Þyrla Landhelgisgæslunar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veika göngukonu suður af Grænalóni við Skeiðarárjökul fyrir hádegið í dag. Konan er erlendur ferðamaður og var hluti af gönguhópi. Hún var flutt á Landspítalann til aðhlynningar, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar.

Útkallið barst í kringum kl. 10:30 í morgun og voru björgunarsveitir sendar á staðinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar náði í konuna og kom hún til Reykjavíkur um hádegið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert