Stíflan fyllt af stóru grjóti

Við Reykdalsstíflu í Hamrakotslæk.
Við Reykdalsstíflu í Hamrakotslæk. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær tillögur verkfræðistofunnar Verkís um aðgerðir til að bæta öryggi við Reykdalsstíflu.

Þar voru tveir ungir drengir hætt komnir í apríl sl. þegar þeir hugðust sækja þangað bolta. Hvirfilmyndun í þró neðan yfirfalls stíflunnar hélt þeim niðri þannig þeir komust ekki upp.

Í tillögum Verkís segir að lausnin sé óhefðbundin, en áhættunnar og kostnaðarins virði sé að láta á hana reyna. Felst hún í því að grjóthnullungum verði komið fyrir í skarðinu fyrir neðan yfirfallið, en hugmyndin er að þeir stöðvi hvirflamyndun í þrónni og dragi úr vatnsorkunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert