„Þröngt um set hjá okkur“

Mikið álag er hjá Útlendingastofnun.
Mikið álag er hjá Útlendingastofnun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er orðið þröngt um set hjá okkur en við leitum lausna á því eins og þurfa þykir.“

Þetta segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra, í Morgunblaðinu í dag um hvernig sé ástatt í húsnæðismálum Útlendingastofnunar, en mikill fjöldi hælisleitenda hefur komið til landsins í mánuðinum.

Síðastliðinn mánudag sóttu 14 einstaklingar um hæli en almennt hafa hælisleitendur verið á milli 15-18 í hverjum mánuði það sem af er ári. Útlendingastofnun gerir samninga við sveitarfélög um hýsingu hælisleitenda. „Við erum með samninga við sveitarfélögin Reykjanesbæ og Reykjavík um að taka við ákveðnum fjölda og svo þjónustum við sjálf allt sem er umfram það. Við erum með húsnæði þar sem við tökum á móti fólki, það er svona að fyllast hjá okkur núna en þá reynum við að koma fólki yfir í önnur úrræði svo það sé pláss fyrir þá sem koma nýir inn,“ segir Þorsteinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert