Hafa selt eignir fyrir 2 milljarða

Hömlur eiga enn stórar eignir í öðru en íbúðarhúsnæði.
Hömlur eiga enn stórar eignir í öðru en íbúðarhúsnæði. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur selt fullnustueignir fyrir tæpa tvo milljarða á þessu ári. Með fullnustueignum er átt við eignir sem bankinn leysti til sín með samningum eða uppboðum.

Eftir efnahagshrunið 2008 fjölgaði fullnustueignum hjá bankanum. Verðmæti eignanna á nafnvirði nú er um 10,5 milljarðar, um fimmtungur af samanlögðu verðmæti eignanna árið 2010.

Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, stafar sú mikla breyting sem varð á eignasafninu milli áranna 2011 og 2012 af sölu á meirihluta hlutafjár í Regin, einu stærsta fasteignafélagi landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert