Hellti eldfimum vökva yfir sig

Lögreglan fylgir manninum af svæðinu. Hann var fluttur í lögreglubíl …
Lögreglan fylgir manninum af svæðinu. Hann var fluttur í lögreglubíl af staðnum. mbl.is/Júlíus

Maður sem helti yfir sig eldfimum vökva við höfuðstöðvar Rauða krossins í Reykjavík í morgun var yfirbugaður nú um hádegið. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna málsins, m.a. eru þar lögreglubílar og sjúkrabílar.

Maður sem hefur sótt um hæli á Íslandi hellti yfir eldfimum vökva yfir sig í húsnæði Rauða krossins við Efstaleiti skömmu fyrir hádegi. Samkvæmt heimildum mbl.is var þetta karlmaður frá Íran sem hefur verið hér á landi í sex mánuði. Hann var yfirbugaður um leið og hann sýndi tilburði til að valda sjálfum sér skaða.

Að sögn Björns Teitssonar, upplýsingafulltrúa Rauða krossins, er maðurinn skjólstæðingur Rauða krossins. 

Að sögn Björns voru allir starfsmennirnir í hádegismat og afgreiðslan lokuð. Maðurinn hringdi bjöllu á skrifstofunni og þegar starfsmaður Rauða krossins kemur til hans þá hellti hann yfir sig vökva sem af lyktinni að dæma var eldfimur. Í kjölfarið gekk maðurinn út á grasbala fyrir utan og gerði sig ekki líklegan til að gera neitt meira. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var maðurinn yfirbugaður þar og fluttur í lögreglubíl af vettvangi til aðhlynningar.

Hringt var í viðbragðsaðila og í kjölfarið fór fólk frá Rauða krossinum að ræða við manninn, segir Björn.

Uppfært 13:11

Björn staðfestir að maðurinn sé frá Íran en segir það ekki rétt sem fram hefur komið í öðrum fjölmiðlum um að manninum hafi verið synjað um hæli. Umsókn mannsins sé enn opin og í ferli.

Uppfært 14:05

Björn segir að maðurinn hafi komið einn hingað til lands. Hann hafi sótt um hæli af mannúðarástæðum sem þýði að hann upplifi sig í hættu en Björn gat ekki gefið upplýsingar um af hverju þessi hætta stafaði.

Lögreglan og slökkvilið á staðnum í dag.
Lögreglan og slökkvilið á staðnum í dag. mbl.is/Júlíus
Maðurinn var yfirbugaður á grasbala fyrir utan höfuðstöðvar Rauða krossins.
Maðurinn var yfirbugaður á grasbala fyrir utan höfuðstöðvar Rauða krossins. mbl.is/Hildur Hjörvar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert