Hugað að útflutningi lambakjöts á Kínamarkað

Mikill markaður er fyrir lambakjöt í Kína.
Mikill markaður er fyrir lambakjöt í Kína. mbl.is/Golli

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segist horfa til þess að flytja lambakjöt til Kína, jafnvel næsta haust fáist til þess leyfi.

Þar segir hann mikla eftirspurn eftir kjöti en leyfisskortur standi þeirri verslun fyrir þrifum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Unnið er að því að virkja landbúnaðarkafla fríverslunarsamnings Íslands og Kína til þess að gera þennan útflutning mögulegan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert