Lækka verð á bensíni

Atlantsolía og Orkan hafa lækkað verð á bensíni um 3 krónur. Nú kostar lítrinn 202,60 kr. hjá Atlantsolíu og 202,50 kr. hjá Orkunni. 

Á sama tíma í fyrra kostaði bensínlítrinn 243,30 og fór hækkandi og munar því um 41 krónu á lítraverði. „Þessi munur jafngildir um 7 milljarða króna sparnaði á ársgrundvelli fyrir bíleigendur sem og um 6 milljarða í gjaldeyri en á síðasta ári voru fluttar inn um 178 milljónir lítra af 95 okt. bensíni.  Að keyra til Akureyrar kostar nú um 6.800 krónur sé miðað við bifreið sem eyðir 8,5 lítrum á hundraði eða um 1500 krónum minna en fyrir 12 mánuðum,“ segir í fréttatilkynningu frá Atlantsolíu.

Hér má fylgjast með bensínverðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert