Neita að afhenda blöðrurnar

Blöðrum sleppt á setningu Ljósanætur.
Blöðrum sleppt á setningu Ljósanætur. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hópur starfsmanna við Heiðarskóla í Reykjanesbæ hyggst ekki taka þátt í afhendingu á blöðrum fyrir setningu Ljósanætur, sem fer fram við Myllubakkaskóla á fimmtudag. Starfsfólkið afhenti fræðslustjóra Reykjanesbæjar undirskriftir sínar í gær.

Það voru Víkurfréttir sem sögðu frá.

Starfsmenn Heiðarskóla héldu fund 20. ágúst sl. þar sem mikil umræða skapaðist um setningu Ljósanætur, en starfsmennirnir sem skrifuðu undir bréfið til fræðslustjóra telja það stríða gegn umhverfisáætlun Heiðarskóla að sleppa blöðrum á Ljósanótt.

„Þess í stað leggur starfsfólkið til að nemendur verði með fána sem þeir hafa búið til sjálfir og veifi þeim við setninguna. Þá ætlar starfsfólkið að fara í sérstaka fræðslu um þau umhverfisáhrif sem setningin hefur,“ segir í frétt Víkurfrétta.

Frétt mbl.is: Gagnrýna helíumblöðrur á Ljósanótt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert