Skorar á bæjarstjórnina að taka á móti flóttamönnum

Fólk á flótta.
Fólk á flótta. AFP

Samfylkingin í Kópavogi skor­ar á bæjarstjórn Kópavogs að fylgja frum­kvæði Akureyrarbæjar og hefja strax viðræður við fé­lags- og hús­næðismálaráðherra um móttöku bæjarins á flóttamönnum. „Óásættanlegt sé að næst stærsta sveitarfélagið á landinu hafi aldrei tekið á móti flóttamönnum, en bær­inn hef­ur alla burði til að veita flótta­mönn­um þau tækifæri og lífsgæði sem þau þurfa á að halda,“ segir í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni.

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum á þessu og næsta ári til að létta á miklum straumi flóttamanna til Evrópu. „Þrátt fyrir að talan sé lág ber að fagna því að ríkisstjórn Íslands axli ábyrgð og sé tilbúin til þess að taka þátt í því að veita fólki í mikilli neyð ný og betri lífsskilyrði hér á landi,“ segir í tilkynningu Samfylkingar. Þar er bent á að bæjaryfirvöld á Akureyri hafi þegar lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert