Heildarumfang óljóst

Í ár var Menningarnótt haldin í tuttugasta sinn.
Í ár var Menningarnótt haldin í tuttugasta sinn. mbl.is/Árni Sæberg

Margir opinberir aðilar koma að Menningarnótt ár hvert en heildarkostnaður þeirra af hátíðinni hefur aldrei verið kannaður, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Í ár námu útgjöld Reykjavíkur til Menningarnætur um 26,7 milljónum króna og sneru aðallega að stuðningi við ýmis atriði ásamt frágangi og skipulagningu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Það voru ekki aðeins opinberir aðilar sem komu að hátíðinni. Til dæmis lögðu aðalstyrktaraðilar Menningarnætur, Landsbankinn og Vodafone, fram um 3 milljónir hvor, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bylgjan hélt tónleika í Hljómskálagarði sem kostuðu um 2 milljónir króna og Rás 2 sá um tónleikana á Arnarhóli sem kostuðu um 7 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert