Sló brotaþola með glasi í hnakkann

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tveir voru handteknir í Miðborginni í nótt, grunaðir um líkamsárásir. Kl. 2.46 var maður handtekinn við veitingastað í Austurstræti en hann er grunaður um að hafa brotið tönn í árásarþola. Maðurinn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Þá handtók lögregla mann við Naustin kl. 3.15 í nótt, sem er grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Nánar tiltekið er hann grunaður um að hafa slegið árásarþola með glasi í hnakkann. Maðurinn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar máls en árásarþoli fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.

Lögregla í Miðborginni hafði einnig afskipti af fólki við Sólvallagötu um kl. 00.30. Einn var kærður fyrir vörslu fíkniefna.

Þá voru afskipti höfð af pari í bifreið við Rafstöðvarveg en fólkið var við neyslu fíkniefna og voru efnin haldlögð. Lyklar bifreiðarinnar voru einnig teknir þar sem fólkið var ekki í ástandi fyrir akstur.

Kl. 20.47 var bifreið stöðvuð í Grafarholti en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert