Verndun byggðaheilda til skoðunar

Verndun Tjarnargötu er til skoðunar.
Verndun Tjarnargötu er til skoðunar. mbl.is/Sigurður Bogi

Minjastofnun er að kanna ýmis svæði í Reykjavík og úti á landi sem möguleg svæði til að skilgreina sem verndarsvæði í byggð. Eitt þeirra er Tjarnargata í Reykjavík.

Þetta er gert á grundvelli lagabreytingar fyrr á þessu ári sem veitti ríkisvaldinu auknar heimildir til að vernda byggðaheildir. Markmiðið er að tryggja menningarsögulegt og listrænt gildi einstakra bæjarhluta um ókomin ár.

Fram kemur í samtali í Morgunblaðinu í dag við Kristínu Huld Sigurðardóttur, forstöðumann Minjastofnunar, að áður hafi yfirleitt eitt hús verið verndað í einu. Lögin feli í sér meiri möguleika fyrir íbúa á verndarsvæðum í byggð til að fá stuðning frá hinu opinbera til endurbóta á húsum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert