Haldið sofandi í öndunarvél

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Ómar

Líðan mannsins sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Suðurlandsvegi er eftir atvikum og er honum haldið sofandi í öndunarvél, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Banaslys varð á Suðurlandsvegi við ána Klifanda skammt austan Péturseyjar síðdegis í gær. Fjórir erlendir ferðamenn voru í bifreiðinni og var farþegi bifreiðarinnar úrskurðaður látinn á vettvangi. Ökumaður slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meiðsli annarra farþega eru minni.

Tildrög slyssins eru óljós en lögreglan á Suðurlandi hefur auglýst eftir vitnum að slysinu.

Lýsa eftir vitnum að slysinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert