Kvikmyndin Fúsi framlag Íslands

Kvikmyndin Fúsi eftir Dag Kára Pétursson tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent 27. október í Hörpu og hlýtur sigurvegari að launum 350.000 danskar krónur, eða um 7,5 milljónir íslenskra króna.

Myndirnar sem eru tilnefndar eru: Stille hjerte (Danmörk): Leikstjóri Bille August, handritshöfundur Christian Torpe og framleiðandi Jesper Morthorst

He ovat paenneet (Þau hafa flúið) (Finnland): Leikstjóri J-­‐P Valkeapää, handritshöfundur Pilvi Peltola og framleiðandi Aleksi Bardy

Fúsi (Ísland): Leikstjóri/handritshöfundur Dagur Kári Pétursson og framleiðendur Baltasar Kormákur og Agnes Johansen

Mot naturen (Noregur): Leikstjóri/handritshöfundur Ole Giæver og framleiðandi Maria Ekerhovd

Gentlemen (Svíþjóð): Leikstjóri Mikael Marcimain, handritshöfundur Klas Östergren og framleiðandi Fredrik Heinig

Í íslensku dómnefndinni sátu Kristín Jóhannesdóttir, Björn Ægir Norðfjörð og Auður Ava Ólafsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert