Landnámsbænum seinkar um eitt ár

Framkvæmdir töfðust meðal annars vegna skorts á fjármagni.
Framkvæmdir töfðust meðal annars vegna skorts á fjármagni. Ljósmynd/Stórsaga ehf.

Framkvæmdir við landnámsbæinn í Mosfellsdal hófust ekki í sumar eins og áætlað hafði verið. Stefnt er að því að þær hefjist næsta sumar.

Töfin stafar af því að fjármögnun tókst ekki sem skyldi og skipulag sveitarfélagsins sem gerði ráð fyrir framkvæmdunum hafði ekki verið samþykkt.

Fyrsti áfangi verkefnisins kostar um 100 milljónir króna, að því er Sigurlaugur Ingólfsson, meðeigandi Stórsögu ehf, sem stendur að verkefninu, segir í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert