Máttu loka íslensku moskunni

Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins.
Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. Ljósmyndari/Bjarni Grímsson

Héraðsdómstóll í Feneyjum hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöldum í borginni hafi verið heimilt að loka sýningarbás Íslands á Feneyjartvíæringinum. Framlag landsins kom frá svissneska listamanninum Christian Büchel og fólst í því að gamalli kirkju í borginni var breytt í mosku.

Fram kemur í dómnum samkvæmt ítölskum fjölmiðlum að veitt hafi verið heimild fyrir því að nota kirkjuna sem sýningarsvæði en ekki sem bænahús. Ekki sé vafi á því að kirkjan hafi verið notuð fyrir trúarlegar athafnir. Haft er eftir Marco Ferrero, Kynningamiðstöðvar íslenskrar myndlistar, að borgin hafi tekið sér það vald að skilgreina list þess að fá álit sérfræðinga.

Lögmaður Fenyjaborgar, Maurizio Ballarin, segir borgina sannfærða um að hún hafi staðið rétt að málum. Leyfi hafi verið gefið fyrir því að setja upp listaverk en ekki að setja á fót bænahús. Listsýning væri ekki það sama og bænahald.

Fréttir mbl.is:

Stefna borginni vegna moskunnar

„Sorgleg niðurstaða“

Moskunni í Feneyjum lokað

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert